Linda Katrín Elvarsdóttir heiti ég og er uppalinn í Kópavoginum en bý nú í Grafarvogi.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og list og er mikið að teikna þessa daganna.
Eftir að ég útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2016 var ég óviss um hvaða nám ég vildi prófa. Á þeim tíma var túrismi í miklum blóma og ákvað ég að fara í ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Eftir að ég lauk því námi langaði mig að prófa eitthvað allt annað og grafík og hönnun er eitthvað sem hefur alltaf heillað mig. Eftir miklar pælingar ákvað ég að stefna á nám í tengslum við grafík og taldi ég að grafísk miðlun væri góður byrjunarpunktur.
Námið er búið að vera mjög skemmtilegt en krefjandi á sama tíma. Á fyrri önninni lauk ég einnig förðunarfræði í kvöldskóla og er því búið að vera nóg að gera á þessu tímabili.
Þegar ég er ekki í skóla eða vinnu finnst mér gaman að vera úti hvort sem það er að hlaupa, hjóla eða ganga upp fjöll ásamt því að lesa góða bók, teikna og vera með fjölskyldum og vinum.
Linda Katrín Elvarsdóttir